Kemur maður hjólandi
inn í stofuna hjá mér
eynastór og drýpur af honum
óeirðaolía
nefstór og skálmarnar tættar
stígur af hjólinu
munnstór en segir ekki orð
olíubrák á gólfinu
kannski er ég hætt að skjlia fólk en
hvað vill þessi maður?
er að hugsa um að bjóða honum eplasafa
þá skemmir hann þögnina
píreygður, skoðar sig um og segir:
já, varst þú að panta byltingu?
|